Ljót hegðun á Fésbókinni

Mannlíf í Kringlunni.
Mannlíf í Kringlunni.

„Þetta er bara barn þannig að grimmdin og ósmekklegheitin eru ótrúleg og því miður skilst mér að hún hafi liðið fyrir þetta í skólanum,“ segir Sigurjón Örn Þórisson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, um atvik sem varð í tengslum við ljósmyndaleik Kringlunnar á netinu.

Forsaga málsins er sú að viðskiptavinir Kringlunnar gátu um helgina tekið þátt í keppni um besta fatastílinn, með því að senda myndir af sér inn á Facebook-síðu. Einhver tók sig þá til og stofnaði síður undir dulnefnum og merkti viðskiptavinina, suma barnunga, á myndunum með afar grófum og dónalegum hætti. Til dæmis var 10 ára stúlka merkt þar sem „Mella ársins“ og unglingspiltur sem „Feitur faggi“.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sigurjón, að reynt verði að rekja upprunann og komast að því hver gerandinn sé. Notkun Kringlunnar á Fésbókinni verði líka endurskoðuð. „Okkur þykir þetta auðvitað mjög leitt og miður að þetta sé gert undir okkar nafni,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka