Próflestur í sól og sumaryl

Léttklæddir höfuðborgarbúar og nærsveitarmenn flykktust út í blíðviðrið í dag til að spóka sig og sjá aðra. Það er um að gera að nota tækifærið á meðan sólin skín í heiði, en samkvæmt spá Veðurstofu Íslands verður nokkuð þungbúnara yfir á morgun.

Þó er einn hópur sem lítið getur notið sólar þessa dagana, það eru nemendur í skólum landsins sem grúfa sig niður í bækur sínar og glósur  við prófalestur.

Þeir sem sátu við lærdóm í Þjóðarbókhlöðunni í dag hefðu flestir viljað vera einhversstaðar annars staðar en þar, en voru þó á því að til þess að ná árangri þyrfti að leggja nokkuð á sig, meðal annars að sitja innandyra í sól og sumaryl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka