Ræna ólæst hús að degi til

Í gær var farið inn í þrjú ólæst íbúðarhús á Akureyri og þaðan stolið ýmsu smálegu.

Lögreglan á Akureyri segir að mikil aukning hafi verið í slíkum þjófnaðarmálum undanfarnar vikur og að tala megi um þjófnaðarfarald í þessu samhengi.

Hugsanlega sé um þjófagengi að ræða. Að mati lögreglu er fyllsta ástæða til að vara bæjarbúa við því að skilja híbýli sín eftir ólæst.

Málin eiga það sameiginlegt að farið hefur verið inn í ólæst hús að degi til og þaðan stolið reiðufé og ýmsu smálegu. Einnig hefur mikið verið rótað í eigum fólks.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert