Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ hefur flogið um Hornstrandir og Jökulfirði í dag við hvítabjarnaeftirlit.
Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir eftirlitið að frumkvæði lögreglunnar annars vegar og Umhverfisstofnunar hins vegar, sem fer með málefni hvítabjarna hér á landi.
Auk starfsmanna Gæslunnar er Jón
Björnsson landvörður Hornstrandafriðlandsins með í för. Eftirlitið
hófst í morgun og er áætlað að því ljúki seinni partinn í dag. Aðspurð
kvaðst Hrafnhildur ekki vita um hvort menn hefðu orðið varir við
hvítabirni eða ummerki um þá en greint yrði betur frá leiðangrinum
síðar í dag.
Auk bjarnaeftirlitsins segir Hrafnhildur að flugvél
Gæslunnar sé nú í hafísflugi milli Vestfjarða og Grænlands. „Það má því
segja að Vestfirðir séu helsta athafnasvæði Landhelgisgæslunnar í dag.“