Vilja hugmyndir almennings

Þingvallabærinn og kirkjan.
Þingvallabærinn og kirkjan. mbl.is/Júlíus

Þingvallanefnd ætlar á næstu vikum að leita til landsmanna eftir hugmyndum um uppbyggingu og landnýtingu í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Fimm skipa dómnefndina en skipan hennar var umdeild innan Þingvallanefndar.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gerðu sérstaka athugasemd við að í henni sæti Andri Snær Magnason rithöfundur. Aðrir í nefndinni eru Ragna Árnadóttir, fyrrv. dómsmálaráðherra, sem er formaður, Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi í uppsveitum Árnessýslu, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í Þingvallanefnd, segir að deilurnar um dómnefndina snúist fyrst og fremst um vinnubrögð formannsins, Álfheiðar Ingadóttur, en ekki einstaklinga í dómnefndinni. Álfheiður hafi rætt við fólk um að taka sæti í nefndinni, án þess að bera nöfn þeirra fyrst undir nefndina og aldrei ætlað að taka aðra inn í nefndina. Hún og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefðu stungið upp á ýmsum einstaklingum, án þess að ræða við þá fyrst. Hún vill þess vegna ekki gefa upp hverjum þær stungu upp á. Kosið var á milli lista þeirra, þ.e. B-lista og A-lista meirihlutans og féllu atkvæði 4-2.

Álfheiður segir ekkert óeðlilegt að hún hafi rætt við þrjá einstaklinga um að taka sæti í nefndinni áður en hún nefndi það við aðra fulltrúa í nefndinni, en fyrst áttu dómnefndarmenn að vera þrír.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert