3 milljarða nettóútgjöld við ESB-aðild

Húsakynni þings Evrópusambandsins í Strassborg.
Húsakynni þings Evrópusambandsins í Strassborg.

Ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir, að gera megi ráð fyr­ir að nettóút­gjöld Ísland við aðild að Evr­ópu­sam­band­inu yrðu rúm­lega 3 millj­arðar króna á ári. Er það 1 millj­arði meira en nettóút­gjöld eru vegna samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæðið.

Þetta kem­ur fram í skýrslu, sem Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, hef­ur lagt fram á Alþingi og þingið mun fjalla um á mánu­dag.

Seg­ir í skýrsl­unni, að lagt hafi verið laus­legt mat á hvert fram­lag Íslands til sam­bands­ins gæti orðið komi til aðild­ar, miðað við árið 2009 og þær fram­lags­regl­ur sem þá voru í gildi gagn­vart aðild­ar­ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB). Sam­kvæmt því mati megi ætla að fram­lag Íslands árið 2009 hefði verið tæp­ir 15 millj­arðar króna eða 1,22% af þjóðar­tekj­um það árið, hefði Ísland verið aðili að sam­band­inu.

Hafa verði í huga, að gera megi ráð fyr­ir að meg­in­hluti fjár­fram­laga til sam­bands­ins muni skila sér til baka í formi fram­laga til land­búnaðar og til verk­efna sem snúa að dreif­býl­isþróun, at­vinnu- og byggðaþróun og rann­sókn­um. Mat á raun­kostnaði við aðild að ESB sé ýms­um vand­kvæðum bundið, enda  verði niðurstaða varðandi marga þætti á tekju­hliðinni ekki ljós fyrr en að lokn­um samn­ing­um.

Sé miðað við hlut­fall Finna af þjóðar­tekj­um megi gera ráð fyr­ir að nettóút­gjöld Íslands við aðild yrðu rúm­lega 3 millj­arðar króna sé árið 2009 lagt til grund­vall­ar.

Til sam­an­b­urðar nemi nettóút­gjöld Íslands vegna EES-samn­ings­ins um 2 millj­örðum króna á ári. Fram­lög Íslands vegna EES-samn­ings­ins nema 3,5 millj­örðum að frá­dregn­um u.þ.b. 1,5 millj­arði sem er sú upp­hæð sem hef­ur skilað sér til baka frá Evr­ópu­sam­band­inu, aðallega í formi rann­sókn­ar­styrkja, á grund­velli EES-samn­ings­ins. Þannig myndu nettóút­gjöld Íslands við aðild að ESB aukast um 1 millj­arð sé miðað við að nettóút­gjöld Íslands yrðu svipuð og hjá Finn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert