Til stendur að bæta körfuboltaaðstöðuna á leikvellinum við Veghús og Garðhús í Grafarvogi en íbúar þar höfðu mótmælt því að karfa sem þar var hefði verið tekin niður ásamt öðrum leiktækjum. Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Í svarinu segir ennfremur að nýja karfan verði sett upp á allra næstu dögum og einnig skilti sem beinir þeim tilmælum til notenda vallarins að leika ekki körfubolta eftir klukkan tíu á kvöldin til að draga úr hávaða svo íbúar í nágrenni vallarins hafi svefnfrið. Kvartanir hafi borist frá íbúum í hverfinu vegna hávaða frá vellinum sem er inni í miðri íbúðabyggð.
Sandkassi var einnig fjarlægður af vellinum en í svarinu kemur fram að það hafi verið gert að kröfu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar en borgin hafi á undanförnum árum fjarlægt sandkassa af opnum svæðum af heilbrigðisástæðum.
Klifurkastalinn var á leikvellinum hafi hins vegar verið fjarlægður af leikvellinum fyrir mörgum árum.