Engin Icesave-innheimtubréf

Árni Páll Árna­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, sagði á Alþingi í dag að Íslend­ing­ar hefðu aldrei fengið nein inn­heimtu­bréf frá Bret­um og Hol­lend­ing­um vegna Ices­a­ve-máls­ins. 

„Það er hið sér­kenni­lega í mál­inu öllu sam­an," sagði Árni Páll. „Það eina sem ís­lensk stjórn­völd hafa fengið er þrýst­ing­ur í formi allskon­ar hót­ana og tafa á fyr­ir­greiðslu til Íslands í upp­hafi efna­hags­áætl­un­ar­inn­ar en við höf­um aldrei fengið form­legt kröfu­bréf þar sem óskað er eft­ir að við stönd­um skil á ein­hverju. Málsvörn okk­ar bygg­ir á þeirri ein­földu staðreynd að eingin krafa hafi orðið til."

Árni Páll sagði í svari við fyr­ir­spurn frá Vig­dísi Hauks­dótt­ur, þing­manni Fram­sókn­ar­flokks, að vel kæmi til greina að af­nema form­lega upp­haf­legu Ices­a­ve-lög­in, sem samþykkt voru á Alþingi haustið 2009. Vig­dís og aðrir þing­menn Fram­sókn­ar­flokks hafa lagt fram frum­varp á Alþingi um að lög­in verði af­num­in.

„Ég held að við get­um í þess­um þingsal, nema ef til vill eitt, verið sam­mála um að þeir samn­ing­ar sem þjóðin felldi nú, voru betri en samn­ing­ur­inn frá því í ág­úst 2009. Ásmund­ur Ein­ar Daðason greiddi at­kvæði með þeim samn­ingi en síðan gegn samn­ingn­um sem felld­ur var nú síðast í þjóðar­at­kvæðagreiðslu," sagði Árni Páll. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka