Fjörugir flugdrekakrakkar

00:00
00:00

Fjör­ug­ir og þokka­full­ir flugdrek­ar liðu um heiðblá­an him­inn­in­inn yfir Kópa­vogi í morg­un. 

Börn af nokkr­um leik- og grunn­skól­um Kópa­vogs voru þar sam­an kom­in á iðjagrænu túni í blíðunni í morg­un til að hleypa flugdrek­un­um sín­um á loft.

Á himni mátti sjá fjöl­breytta flugdreka­flóru og sum­ir þeirra voru út­bún­ir af krökk­un­um sjálf­um, sem voru á ýms­um aldri.

Flugdreka­dag­ur­inn var hald­inn að frum­kvæði Bóka­safns Kópa­vogs í til­efni menn­ing­ar­hátíðar bæj­ar­ins, Kópa­vogs­daga.




mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert