Hættuástandi aflýst í Hörpu

Slökkvilið var með viðbúnað við Hörpu undir kvöld.
Slökkvilið var með viðbúnað við Hörpu undir kvöld. mbl.is/Eggert

„Það var verið að þrífa ofna í eldhúsinu og kerfin hér eru svo næm að þau lásu efni sem áttu ekki að vera. Það er búið að afstýra hættuástandi hér og við erum að hefja generalprufu fyrir dagskrá morgundagsins,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu.

Viðbúnaðarástand var við húsið á sjötta tímanum þegar tilkynnt var um gas- eða eiturefnaleka. Var slökkvilið og sjúkralið var sent að húsinu og það girt af.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru níu manns fluttir á sjúkrahús með vanlíðan, uppköst, ertingu og hósta.

„Það er allt í góðum gír hér,“ segir Steinunn Birna. Uppákoman muni ekki hafa nein áhrif á formlega opnun Hörpu sem verður á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert