Hagnaður af rekstri Seltjarnarness

Seltjarnarnes.
Seltjarnarnes. www.mats.is

Rekstur Seltjarnarnesbæjar árið 2010 var mun betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Hagnaður af rekstri samstæðu A og B hluta er 659 þúsund krónur en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 141 milljónar króna tapi.

Árið 2009 var  tap ársins vegna rekstrarsamstæðu 728 milljónir króna.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársreikningi bæjarins fyrir árið 2010. Hann fór til fyrri umræðu í bæjarstjórn Seltjarnarness í gær.  Seinni umræða um ársreikning Seltjarnarness verður á fundi bæjarstjórnar þann 24. maí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert