Ráðherrar víki af þingi

Frá setningu Stjórnlagaráðs.
Frá setningu Stjórnlagaráðs. mbl.is/Golli

Ráðherrar eiga að víkja af þingi, auka á vægi þingforseta og styrkja skal Alþingi sem löggjafa og eftirlitsaðila gagnvart framvkæmdavaldinu. Þetta er á meðal þeirra tillagna sem B-nefnd Stjórnlagaráðs mun kynna á 8. ráðsfundi í dag.

Fram kemur í tilkynningu að A-nefnd Stjórnlagaráðs leggi fyrstu tillögur í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar fram til afgreiðslu inn í áfangaskjal ráðsins. Tillögurnar hafi verið kynntar á ráðsfundi í síðustu viku.

Þá segir að ýmsar athugasemdir hafi borist frá fulltrúum í ráðinu og almenningi og hafi nefndin tekið tillit til þeirra. Segir að nefndin hafi t.d. brugðist sérstaklega við innsendu erindi frá UNICEF um réttindi barna og
hafi gert efnisbreytingar í samræmi við það.

Ríflega 70 erindi hafa borist til Stjórnlagaráðs frá almenningi og
félagasamtökum á vef ráðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert