Kona um tvítugt fannst látin í farangursgeymslu bifreiðar við Landspítalann í Fossvogi á áttunda tímanum í kvöld. Karlmaður, sem ók bílnum, vísaði á líkið. Maðurinn, sem er um tvítugt, var handtekinn en hann sagðist hafa orðið stúlkunni að bana.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
Lögreglan segir, málsatvik enn óljós enda rannsókn málsins á algjöru frumstigi og ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.