Sólríkir dagar framundan

Lýdía og Tara voru ánægðar með nýjasta gullpeninginn. „Það er …
Lýdía og Tara voru ánægðar með nýjasta gullpeninginn. „Það er gaman að selja og svo er Rauði krossinn líka svo fátækur,“ sagði Lýdía. mbl.is/Gísli Baldur

Borg­ar­bú­ar biðu lengi eft­ir sumr­inu, sem virðist nú loks vera gengið í garð. Í byrj­un mánaðar­ins var höfuðborg­ar­svæðið á kafi í snjó. Í dag eru hins veg­ar flest um­merki vetr­ar­ins á braut.

Framund­an eru sól­rík­ir dag­ar á mest­öllu land­inu. Því er ekki seinna vænna að ráðast í vor­verk­in. Blaðamaður fór um höfuðborg­ina síðdeg­is í gær og hitti nokkra Reyk­vík­inga sem taka sumr­inu opn­um örm­um. Afrakst­ur­inn er að finna í máli og mynd­um í Morg­un­blaðinu í dag.

Í Lauga­læk héldu vin­kon­urn­ar Tara Líf Franks­dótt­ir og Lýdía Hrönn Aðal­steins­dótt­ir hluta­veltu til styrkt­ar Rauða kross­in­um – þá þriðju það sem af er sumri. Kaffi­tím­inn á leik­skól­an­um Mýri var hald­inn und­ir ber­um himni í gær og á Njarðargöt­unni var Auður Guðmunds­dótt­ir, íbúi við göt­una, að mála girðing­una sína hvíta. Það þarf hún að gera á hverju vori. Páll Mel­sted og Bjarki Bene­dikts­son hitt­ust eft­ir vinnu og unnu sam­an við ýmis garðverk heima hjá þeim síðar­nefnda í Vest­ur­bæn­um. Harpa Finns­dótt­ir, af­greiðslu­stúlka á Vega­mót­um, sinnti þyrst­um viðskipta­vin­um sem nutu sól­ar­geisl­anna fyr­ir fram­an veit­ingastaðinn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert