Harpa hlýtur alþjóðleg verðlaun

Aðalsalur Hörpu.
Aðalsalur Hörpu. mbl.is/Ómar

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa hefur hlotið alþjóðleg verðlaun fyrir arkitektúr (World Architecture Award).

Er Harpa í hópi með 11 öðrum byggingum í löndum á borð við Indland, Kína, Mexíkó, Brasilíu, Ítalíu, Grikklandi, Kanada, Taívan, Japan og Spáni sem hljóta verðlaunin að þessu sinni.

Verðlaunin eru veitt samkvæmt tilnefningum, að því er fram kemur í tilkynningu.

Dómnefnd skipuð ríflega 250 arkitektum, háskólakennurum, gagnrýnendum og ritstjórum blaða um arkitektúr, alls staðar að úr heiminum, greiðir atkvæði um hverjir hljóti verðlaunin.

Félagsmenn í samtökunum World Architecture eru yfir 14.000.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert