Harpa tekin formlega í notkun

Frá opnunartónleikum í Hörpu í kvöld.
Frá opnunartónleikum í Hörpu í kvöld. mbl.is/Eggert

Form­leg opn­un­ar­hátíð tón­list­ar­húss­ins Hörpu er í kvöld og standa nú yfir tón­leik­ar í aðalsaln­um, Eld­borgu.

Klukk­an 20:00 á laug­ar­dags­kvöldið stíg­ur svo hljóm­sveit­in Apparat Org­an Quartet á svið í næst­stærsta saln­um, Silf­ur­bergi. Við tek­ur röð af popp- og rokksveit­um, s.s. Mammút, Ag­ent Fresco, Valdi­mar, Hjaltalín, Jón­as Sig­urðsson og Rit­vél­ar framtíðar­inn­ar, Lig­hts on the Highway og dag­skrá­in end­ar svo á HAM. Tón­leik­un­um lýk­ur á miðnætti. Í til­efni af opn­un Hörpu verður ókeyp­is inn á alla þessa viðburði.

Á sunnu­dag verður húsið einnig opnað kl. 11:00 og verður fjöl­breytt barnadag­skrá all­an dag­inn. Í Eld­borg verða tvenn­ir barna­tón­leik­ar með Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands og Maxí­mús Mús­íkús. Á þá tón­leika er upp­selt en á aðra viðburði kost­ar ekk­ert. Í Kaldalóni verður leik­ritið um herra Pott og ung­frú Lok sýnt kl. 17:00 og 17:45. Frá kl. 13:00 verður sér­stök tón­list­ar­hátíð barna og ung­linga í Silf­ur­bergi.

Áhorfendur fylltu Eldborgu í kvöld.
Áhorf­end­ur fylltu Eld­borgu í kvöld. mbl.is/​Eggert
Gestir í Hörpu í kvöld.
Gest­ir í Hörpu í kvöld. mbl.is/​Eggert
Ólafur Elíasson, listamaður, sem hannaði glerhjúpinn á Hörpu, kemur til …
Ólaf­ur Elías­son, listamaður, sem hannaði gler­hjúp­inn á Hörpu, kem­ur til opn­un­ar­hátíðar­inn­ar. mbl.is/​Eggert
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff, í fylgd …
Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, og Dor­rit Moussai­eff, í fylgd Þór­unn­ar Sig­urðardótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Hörpu. mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert