Hundrað hjól boðin upp

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu berast á hverju ári á bilinu 250-300 reiðhjól, sem hafa ýmist verið í óskilum eða verið tekin í leyfisleysi. Í Borgartúninu í Reykjavík geymir óskilamunadeild lögreglunnar glötuðu reiðhjólin úr umdæminu.

Í næsta mánuði verður árlegt reiðhjólauppboð lögreglunnar haldið. Þar gefst almenningi kostur á því að krækja sér í eitt af þeim hundrað hjólum sem verða í boði.

„Við seljum á næsta uppboði um hundrað hjól sem við erum þá búin að geyma hér í eitt ár og einn dag frá 1. maí síðastliðnum,“ segir Benedikt H. Benediktsson lögreglufulltrúi í samtali við Morgunblaðið. Reglum samkvæmt þarf að geyma óskilamuni í þennan tíma áður en þeir eru seldir.

Uppboð lögreglunnar verður haldið þann 11. júní í Askalind 2a í Kópavogi, á sama stað og síðustu tvö ár.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert