Jón Gnarr: Evran ekki svöl

Jón Gnarr.
Jón Gnarr. Ómar Óskarsson

„Ýmsir halda að við eig­um að ganga í evru­svæðið en það virðist ekki svalt. Það er ekk­ert heill­andi við hönn­un evr­unn­ar. Ég skil ekki hvers vegna við get­um ekki bara tekið upp banda­ríkja­dal,“ seg­ir Jón Gn­arr borg­ar­stjóri í viðtali við New York Times.

Jón sagði þá spurn­ingu hvort Ísland ætti að taka upp evr­una sem gjald­miðil brenna á mörg­um. Hann mæl­ir sjálf­ur með upp­töku banda­ríkja­dals. 

„Doll­ar­inn er sval­ur. Það er doll­ar­inn sem þú sérð í bíó­mynd­un­um - hon­um fylg­ir sú ímynd. Setja mætti doll­ar­ann á geisladiska­hulst­ur og það yrði svalt. En þú gæt­ir ekki sett evrumerkið á það - það myndi líta kjána­lega út.“ 

Jón ræddi einnig þá ákvörðun sína að bjóða sig fram til embætt­is borg­ar­stjóra. Hann viður­kenn­ir að sjá stund­um eft­ir því.

„Þau augna­blik koma upp þar sem mér líður þannig að ég spyr mig hvern fjár­ann ég var að hugsa. Ég þarf að koma mér í burtu,“ sagði Jón um þær stund­ir þegar ef­inn sæk­ir hann heim. 

Grein­ina má nálg­ast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert