Jón Gnarr: Evran ekki svöl

Jón Gnarr.
Jón Gnarr. Ómar Óskarsson

„Ýmsir halda að við eigum að ganga í evrusvæðið en það virðist ekki svalt. Það er ekkert heillandi við hönnun evrunnar. Ég skil ekki hvers vegna við getum ekki bara tekið upp bandaríkjadal,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali við New York Times.

Jón sagði þá spurningu hvort Ísland ætti að taka upp evruna sem gjaldmiðil brenna á mörgum. Hann mælir sjálfur með upptöku bandaríkjadals. 

„Dollarinn er svalur. Það er dollarinn sem þú sérð í bíómyndunum - honum fylgir sú ímynd. Setja mætti dollarann á geisladiskahulstur og það yrði svalt. En þú gætir ekki sett evrumerkið á það - það myndi líta kjánalega út.“ 

Jón ræddi einnig þá ákvörðun sína að bjóða sig fram til embættis borgarstjóra. Hann viðurkennir að sjá stundum eftir því.

„Þau augnablik koma upp þar sem mér líður þannig að ég spyr mig hvern fjárann ég var að hugsa. Ég þarf að koma mér í burtu,“ sagði Jón um þær stundir þegar efinn sækir hann heim. 

Greinina má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert