Neytendastofa sektar Nova

Neytendastofa hefur lagt hálfrar milljónar króna stjórnvaldssekt á farsímafélagið Nova fyrir að fara ekki eftir ákvörðun stofnunarinnar.

Fram kemur á vef Neytendastofu, að í nóvember 2009 bannaði stofnunin Nova að nota fullyrðinguna „0 kr. Nova í Nova“ þegar auglýst væri símaþjónusta í áskrift.

Stofnunin taldi að sannanlega væru símtöl innan símkerfis Nova á 0 kr. þegar viðskiptavinurinn væri með svokallað frelsi, en þeir viðskiptavinir sem væru í áskrift þyrftu alltaf að borga mánaðargjald og því gætu símtölin ekki verið á 0 kr. Í fæstum tilfellum væri gerður greinarmunur á því í auglýsingunum hvort um sé að ræða frelsi eða áskrift.  Því þyrfti Nova að gæta þess, þegar notast væri við fullyrðinguna, að fram kæmi í auglýsingunni hvað greiða þyrfti í mánaðargjald ef viðskiptavinur væri í áskrift.

Nova breytti auglýsingunum í kjölfar ákvörðunarinnar en þrátt fyrir það birtust nokkrar auglýsingar þar sem upplýsingar um mánaðargjald komu ekki fram. Nova braut því gegn ákvörðun Neytendastofu og hefur nú verið gert að greiða stjórnvaldssekt fyrir brotin.

Ákvörðun Neytendastofu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert