Telur að forsetaembættið eigi að afhenda bréf

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.

Forsætisráðuneytið telur, að embætti forseta Íslands eigi að afhenda fjölmiðlum þau bréf, sem þaðan hafa farið til forsætisráðuneytisins um setningu siðareglna fyrir forsetaembættið.

Þetta kemur fram í bréfi, sem Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sendi  forseta Íslands í mars og mbl.is hefur fengið aðgang að. Þar kemur fram að að það sé afdráttarlaus afstaða embættismanna forsætisráðuneytisins að afhenda beri Stöð 2 þau bréfaskipti sem óskað hefur verið eftir um málið. 

Ráðuneytið muni þó ekki, að svo stöddu, afhenda bréf sem forsetaembættið hafi sent þangað í ljósi þess að það embætti sé annarrar skoðunar um skyldu til afhendingar bréfanna. 

„Undirrituð telur því að embættin hafi ekkert val í þessu efni þar sem ekki sé um neina undanþágu heimild í núgildandi lögum varðandi skrifleg samskipti forseta og ráðherra hér á landi hvað sem líður fram komnum sjónarmiðum forseta um að slík undanþáguheimild eigi að vera til staðar," segir Jóhanna í bréfinu.

Fram hefur komið að embætti forseta Íslands hefur neitað að afhenda fjölmiðlum, þar á meðal mbl.is, bréf sem send hafa verið til forsætisráðuneytisins vegna málsins.

Afhendir aðeins eitt bréf

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert