Fram af efnahagslegu hengiflugi

Á landsfundi Hreyfingarinnar í dag var samþykkt ályktun þar sem segir, að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna sé að leiða þjóðina fram af efnahagslegu hengiflugi og að forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkana valdi ekki starfi sínu.

Þá var samþykkt að senda stjórnlagaráði baráttukveðjur og óska ráðsmönnum til hamingju með frábært starf.

„Landsfundurinn hvetur almenning til að fylgjast með störfum stjórnlagaráðsins og taka þátt í því starfi og styðja þá hugmynd að drög að nýrri stjórnarskrá fari fyrst í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu áður en Alþingi fær drög að nýrri stjórnarskrá til meðferðar," segir í ályktun fundarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert