Grefur undan bönkum

Ný fiskveiðistjórnunarlög munu að óbreyttu hafa umtalsverð áhrif á fjárhagslega …
Ný fiskveiðistjórnunarlög munu að óbreyttu hafa umtalsverð áhrif á fjárhagslega stöðu útgerða og banka. mbl.is/Brynjar Gauti

Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um ný fiskveiðistjórnunarlög að veruleika á næsta ári mun það hafa umtalsverð áhrif á fjárhagslega stöðu útgerða og banka sem þjónusta þær, að sögn Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna.

Heildarlán stóru bankanna þriggja til útgerðarfyrirtækja eru allt að 268 milljarðar króna. Friðrik segir að LÍÚ sé nú að láta endurskoðendur fara yfir frumvarpið til að hægt sé að meta áhrifin nákvæmlega, bæði á fyrirtækin og þjóðarhag almennt.

Samkvæmt frumvarpi stjórnarflokkanna verður frá haustinu 2012 bannað að veðsetja kvóta. Að vísu verður gefinn aðlögunartími í 15 ár og veð sem stofnað var til fyrir gildistöku laganna verða áfram gild á því tímabili. Bankarnir flokka lán til sjávarútvegsfyrirtækja með mismunandi hætti í ársreikningum sínum. En stór hluti þessara lána er beint eða óbeint með veði í aflaheimildum, öðru nafni kvóta. Verðfall á honum, sem gert er ráð fyrir að verði ein af afleiðingum nýju laganna vegna þess að ekki verður lengur neitt markaðsverð að miða við, hefði því mikil áhrif á bankana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert