Lítið sem ekkert hefur sést af kríunni ennþá suðvestan- og vestanlands en fyrst sást til kríunnar hér á landi á Höfn 22. apríl sl.
Þó sást til kríu við Seltjarnarnes í gær en annars hefur verið óvenjulítið af henni í þessum landshlutum, að sögn fuglaáhugamanna.
Meira hefur sést af henni norðan- og austanlands. „Elstu menn muna ekki annað eins og engar haldbærar skýringar hafa komið fram, nema helst að ætisskortur síðustu ára og léleg afkoma í þessum landshlutum valdi þessu kríuleysi,“ segir Jóhann
Óli Hilmarsson.