Tilboð send fyrir 1. júní

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. mbl.is/GSH

Árni Páll Árna­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, seg­ir að stjórn­völd hafi rekið mjög á eft­ir bönk­um síðustu mánuði varðandi skulda­úr­vinnslu fyr­ir­tækja. Sá ár­ang­ur hafi náðst að þorri þeirra fyr­ir­tækja, sem falla und­ir sam­komu­lag um skulda­úr­vinnslu lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja fái til­boð um end­ur­skipu­lagn­ingu skulda fyr­ir 1. júní.  

„Von­andi erum við nú að ná aukn­um krafti í þessa end­ur­skipu­lagn­ingu skulda þannig að fyr­ir­tæk­in fái fast land und­ir fæt­ur. Það gef­ur þeim allt aðrar for­send­ur til að hafa fólk í vinnu og þess vegna ráðast í ný verk­efni. Þessi kyrrstaða hef­ur verið mjög erfið og það skipt­ir miklu máli að rjúfa hana og finna framtíð fyr­ir þau fyr­ir­tæki, sem hafa rekstr­ar­grund­völl," sagði Árni Páll á blaðamanna­fundi í dag.

Efna­hags- og viðskiptaráðuneytið birti í dag ná­kvæm­ar töl­ur yfir þau fyr­ir­tæki, sem falla und­ir sam­komu­lag um skulda­úr­vinnslu lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja en  töl­urn­ar komu fram í gróf­um drátt­um í ræðu, sem Árni Páll flutti á Alþingi á fimmtu­dag.

Um er að ræða fyr­ir­tæki, sem skulda á bil­inu 10 millj­ón­ir til 1 millj­arð en um er að ræða um 90% fyr­ir­tækja lands­ins. Ekki ligg­ur fyr­ir hve marg­ir starfa hjá þess­um fyr­ir­tækj­um en Árni Páll sagði að það væru tug­ir þúsunda. Þá ligg­ur held­ur ekki fyr­ir hve heild­ar­skuld­ir fyr­ir­tækj­anna eru og hve mikið verður af­skrifað.  

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fjór­um stærstu fjár­mála­fyr­ir­tækj­un­um er staða mála í heild hjá fy­ir­tækj­un­um í lok mars þessi:

Fjöldi fyr­ir­tækja: 5977
Fyr­ir­tæki sem ekki eru í greiðslu­vanda: 1974
Fyr­ir­tæki í skulda­vanda: 4003
Leyst með Beinu braut­inni: 973
Leyst án af­skrifta: 672
Leyst með af­skrift­um vegna geng­islána: 280
Úrlausn ekki ákveðin, í skoðun: 526
Inn­heimta/​gjaldþrot: 1552

Árni Páll sagði, að fjár­mála­fyr­ir­tæki hafi einnig boðið skuldaaðlög­un fyr­ir þau fyr­ir­tæki, sem skulda meira en millj­arð króna og hafi bank­arn­ir sett sér mark­mið um að ljúka þeirri vinnu að mestu fyr­ir árs­lok.

Sagði, að ráðuneytið muni ganga mjög ríkt eft­ir því að þessi mark­mið ná­ist en það sé unnið í sam­vinnu við Fjár­mála­eft­ir­litið, sem fylg­ist með skulda­úr­vinnslu bank­anna, og Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu, sem fylg­ist með því að fyr­ir­tæk­in séu raun­veru­lega það hóf­lega skuld­sett, að í end­ur­skipu­lagn­ing­unni fel­ist ekki að þau séu áfram und­ir virk­um yf­ir­ráðum banka.

„Við erum að vinna áfram að þessu og gera erfiðara og dýr­ara fyr­ir bank­ana að halda á van­skila­lán­um þannig að það verði auk­inn hvati fyr­ir þá að vinna þetta hratt," sagði Árni Páll.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert