„Einstakt safn“

Mótorhjólasafn Íslands var opnað í dag á Akureyri í sól og blíðu að viðstöddu margmenni. „Þetta er einstakt safn,“ sagði Jóhann Freyr Jónsson, safnstjóri, við Fréttavef Morgunblaðsins við opnunina. Hann er bróðursonur Heiðars heitins Jóhannssonar, en safnið er tileinkað minningu hans. 

Heiðar hefði orðið 57 ára í dag, en hann lést langt um aldur fram í bifhjólaslysi árið 2006. Vinna við byggingu safnsins hófst snemma árs 2009.

Heiðar átti 22 hjól þegar hann lést en safninu hafa verið gefin mörg og á nú tæp 100. Jóhann segir safnið einstakt í Evrópu að því leyti að það er hið eina sem sérstaklega er hannað og byggð undir mótorhjólasafn.

Og dýrgripir á safninu eru margir: „Hér eru fimm hjól sem öll söfn í Evrópu öfunda okkur af,“ segir Jóhann Freyr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert