32.000 manns sóttu Hörpu, nýja tónlistar og ráðstefnuhúsið í Reykjavík, heim á opnunarhelgi hússins en fjölbreytt dagskrá var í boði.
Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu er að sjálfsögðu ánægð með þessa miklu aðsókn að húsinu um opnunarhelgina.
„Þetta er vonum framar. Þó það hafi verið svona mikil aðsókn var aldrei of stappað í húsinu, það tekur svo vel við fjöldanum. Það er ný upplifun að sjá svona marga ánægða Íslendinga undir sama þakinu,“ segir hún og hlær.
„Ég held að þetta komi á hárréttum tíma
því við þurftum eitthvað til að verða stolt af á réttum forsendum.“