Gunnar Bragi gagnrýnir kvótafrumvörp

Gunnar Bragi Sveinsson.
Gunnar Bragi Sveinsson.

Formaður þingflokks Framsóknarmanna, Gunnar Bragi Sveinsson, segir að sumt í kvótafrumvörpum ríkisstjórnarinnar sé í anda ályktunar um fiskveiðistjórnun sem samþykkt var á síðasta þingi flokksins, annað ekki. En honum líst almennt ekki vel á hugmyndirnar.

„Það eru þarna atriði sem ganga hreinlega ekki upp og eru ekki í samræmi við ályktun okkar, eins og að ekki sé tryggð framlenging nýtingarsamninga, framsal og fleira,“ segir Gunnar Bragi.

„Veðsetning til fjárfestingar í greininni verður líka að vera til staðar, verðmæti skipsins er lagt að veði og verðmæti þess er auðvitað tengt aflaheimildunum. Mér finnst mikilvægast að bæði stjórnvöld og aðrir haldi ró sinni, hafi samráð um að finna bestu leiðina. Það er það sem hefur vantað í þetta.“

Hann segir að þótt segja megi að byggt sé á þeirri vinnu sem fram fór í sáttanefndinni sé gengið mun lengra í ákveðnum atriðum, önnur ekki kláruð. „Ég sé ekki að eins og þessi frumvörp líta út núna sé þetta greininni eða þjóðinni til góðs. Það þarf að laga þetta töluvert.“

Margt hangir á kvótaspýtunni. Sjómenn hafa verið samningslausir frá áramótum og hafa útgerðarmenn ekki viljað semja meðan kvótamálin séu í óvissu. Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, er svartsýnn á að úr rætist á næstunni. Hann bendir m.a. á að nú sé rætt um að afgreiðsla stóra frumvarpsins geti dregist fram á haustið.  

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert