Gunnar Bragi gagnrýnir kvótafrumvörp

Gunnar Bragi Sveinsson.
Gunnar Bragi Sveinsson.

Formaður þing­flokks Fram­sókn­ar­manna, Gunn­ar Bragi Sveins­son, seg­ir að sumt í kvótafrum­vörp­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar sé í anda álykt­un­ar um fisk­veiðistjórn­un sem samþykkt var á síðasta þingi flokks­ins, annað ekki. En hon­um líst al­mennt ekki vel á hug­mynd­irn­ar.

„Það eru þarna atriði sem ganga hrein­lega ekki upp og eru ekki í sam­ræmi við álykt­un okk­ar, eins og að ekki sé tryggð fram­leng­ing nýt­ing­ar­samn­inga, framsal og fleira,“ seg­ir Gunn­ar Bragi.

„Veðsetn­ing til fjár­fest­ing­ar í grein­inni verður líka að vera til staðar, verðmæti skips­ins er lagt að veði og verðmæti þess er auðvitað tengt afla­heim­ild­un­um. Mér finnst mik­il­væg­ast að bæði stjórn­völd og aðrir haldi ró sinni, hafi sam­ráð um að finna bestu leiðina. Það er það sem hef­ur vantað í þetta.“

Hann seg­ir að þótt segja megi að byggt sé á þeirri vinnu sem fram fór í sátta­nefnd­inni sé gengið mun lengra í ákveðnum atriðum, önn­ur ekki kláruð. „Ég sé ekki að eins og þessi frum­vörp líta út núna sé þetta grein­inni eða þjóðinni til góðs. Það þarf að laga þetta tölu­vert.“

Margt hang­ir á kvóta­spýt­unni. Sjó­menn hafa verið samn­ings­laus­ir frá ára­mót­um og hafa út­gerðar­menn ekki viljað semja meðan kvóta­mál­in séu í óvissu. Kon­ráð Al­freðsson, formaður Sjó­manna­fé­lags Eyja­fjarðar, er svart­sýnn á að úr ræt­ist á næst­unni. Hann bend­ir m.a. á að nú sé rætt um að af­greiðsla stóra frum­varps­ins geti dreg­ist fram á haustið.  

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert