Gert að greiða húsfélagsgjöld

mbl.is/Þorkell

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt eigendur íbúðar í fjöleignahúss til að greiða 3,6 milljónir króna í húsfélagsgjöld, Um er að ræða deilu, sem hefur verið lengi til umfjöllunar í dómstólum og Hæstiréttur hefur m.a. vísað kröfunni frá einu sinni. 

Málið snýst um þak á fjölbýlishúsi við Prestbakka í Breiðholti í Reykjavík. Hafa lengi staðið deilur á milli Herberts Þ. Guðmundssonar, sem á íbúðina, og húsfélagsins vegna viðgerða á þaki hússins. Voru hann og fyrrverandi eiginkona hans nú dæmd til að greiða húsfélagsgjöldin. 

Herbert dró ekki í efa lögmæti húsfunda þar sem teknar voru ákvarðanir um framkvæmdirnar. Hins vegar taldi hann að ákvarðanir, sem þar voru teknar, brytu í bága við jafnræðisreglu félagaréttar. Þessu hafnaði fjölskipaður héraðsdómur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert