Þyngri byrðar skattsins

Skattbyrði sem hlutfall af launakostnaði jókst verulega á Íslandi á seinasta ári samkvæmt nýjum samanburðartölum OECD.

Ísland var þó ekki eina landið þar sem skattlagning launa jókst því hún óx í 22 af 34 aðildarlöndum OECD í fyrsta skipti í mörg ár. Í mælingum OECD er reiknuð samanlögð álagning skatta á tekjur og launatengd gjöld atvinnurekenda og launþega sem hlutfall af heildarlaunakostnaði.

Hlutfallið hér á landi er undir meðaltali OECD ríkja en byrðin þyngdist hlutfallslega meira hér á landi en í nokkru öðru ríki OECD á milli áranna 2009 og 2010. Dæmi af einstæðu íslensku foreldri með 2/3 af meðallaunum, sem greiddi enga skatta fyrir 10 árum, sýnir að í fyrra var hlutfall gjalda komið í 9,5% og hafði hækkað um 14 prósentustig á ellefu árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert