Þyngri byrðar skattsins

Skatt­byrði sem hlut­fall af launa­kostnaði jókst veru­lega á Íslandi á sein­asta ári sam­kvæmt nýj­um sam­an­b­urðartöl­um OECD.

Ísland var þó ekki eina landið þar sem skatt­lagn­ing launa jókst því hún óx í 22 af 34 aðild­ar­lönd­um OECD í fyrsta skipti í mörg ár. Í mæl­ing­um OECD er reiknuð sam­an­lögð álagn­ing skatta á tekj­ur og launa­tengd gjöld at­vinnu­rek­enda og launþega sem hlut­fall af heild­ar­launa­kostnaði.

Hlut­fallið hér á landi er und­ir meðaltali OECD ríkja en byrðin þyngd­ist hlut­falls­lega meira hér á landi en í nokkru öðru ríki OECD á milli ár­anna 2009 og 2010. Dæmi af ein­stæðu ís­lensku for­eldri með 2/​3 af meðallaun­um, sem greiddi enga skatta fyr­ir 10 árum, sýn­ir að í fyrra var hlut­fall gjalda komið í 9,5% og hafði hækkað um 14 pró­sentu­stig á ell­efu árum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert