Vilja opinn fund um kvótamálið

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Kristinn

Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í sjávarútvegsnefnd Alþingis hafa óskað eftir því við formann nefndarinnar að haldinn verði opinn nefndarfundur á miðvikudag um ný frumvörp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða.

Fara þingmennirnir fram á það, að á  fundinum verði kynnt áform ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnarlögunum, sem sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra hafi gert grein fyrir á blaðamannafundi og á fundum með hagsmunaaðilum. 

Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og  hagsmunaðilar í sjávarútvegi verði boðaðir á fundinn. 
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert