Áhersla á varnaræfingar í lofti

Samhliða Norður Víkingi 2011 verður hér á landi regluleg loftrýmisgæsla …
Samhliða Norður Víkingi 2011 verður hér á landi regluleg loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins. mbl.is/ÞÖK

Varnaræfingin Norður Víkingur 2011 verður haldin á Íslandi dagana 3. – 10. júní nk. Landhelgisgæslan segir að æfingin sé haldin í samræmi við samkomulag um framkvæmd varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 2006.  

Fram kemur á vef Gæslunnar að æfðir verði m.a. liðsflutningar til og frá landinu með áherslur á varnaræfingar í lofti. Einnig verði talsvert umfang vegna verkefna á sjó og samþættingu þeirra við verkefni lofti, með vísan til aukins mikilvægis norðurslóða. 

Í þessu sambandi verði reynt að hafa verkefnin sem raunverulegust. 

Önnur verkefni verði m.a. samþætting liðsafla og fjölþjóðleg aðgerðarstjórnun ásamt gistiríkjastuðningi sem felst í að koma hópnum fyrir og annast hann meðan á verkefninu standi.

Varnaræfingin Norður Víkingur hefur verið haldin reglulega hér á landi frá árinu 1991. Í ár er æfingin á ábyrgð Bandaríska flughersins í Evrópu USAFE. 

Samhliða Norður Víkingi 2011 verður hér á landi regluleg loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins í samræmi við ákvörðun þess og íslenskra stjórnvalda frá árinu 2007.  Norsk flugsveit annast loftrýmisgæsluna að þessu sinni og fer hún fram á tímabilinu frá 27. maí – 17. júní.

Úr safni.
Úr safni. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert