ASÍ hefur efasemdir um kvótafrumvarp

Gylfi Arnbjörnsson og Vilhjálmur Egilsson.
Gylfi Arnbjörnsson og Vilhjálmur Egilsson.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að hann hafi búist við að frumvörpin myndu tryggja fyrirsjáanleika og varanleika í sjávarútvegi, um leið og þjóðinni væri tryggt forræði á auðlindinni.

„En það er spurning hvort þetta veldur meira rótleysi í greininni og það sé meira verið að horfa til tímabundinna starfa. Jafnvel verið að fórna langtímastörfum fyrir skammtímastörf. Það þarf að horfa til þeirra sem byggja lífsafkomu sína á sjávarútvegi.“

Sumt í frumvörpunum skilji hann heldur ekki. ASÍ hafi ekki tekið afstöðu, en komi að samráðinu um þessi mál, þegar áhrifin hafi verið metin.

Mikið tjón

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist ekki sjá eitt einasta atriði í tillögunum sem bæti rekstrarskilyrðin en margt sem skaði þau. Hann vilji þó ekki hafa uppi stór orð, framtíðin muni sýna hvort nauðsynlegar breytingar verði gerðar. 

„Hvernig halda menn að ástandið væri ef framsalið hefði ekki komið til á sínum tíma um 1990? Ég fullyrði að atvinnugreinin væri ekki svipur hjá sjón ef svo væri. Framsalið er skilyrði fyrir því að hægt sé að hagræða.“
 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert