Sláandi niðurstöður um neyslu heimabruggs

Frumvarp um verslun með áfengi og tóbak var tekið fyrir …
Frumvarp um verslun með áfengi og tóbak var tekið fyrir á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Heiðar Kristjánsson

Óhjá­kvæmi­legt er að líta til slá­andi niðurstaða um neyslu heima­bruggs hér á landi við meðferð Alþing­is á frum­varpi um versl­un með áfengi og tób­ak. Þetta seg­ir í um­sögn Fé­lags at­vinnu­rek­enda en frum­varpið var rætt á fundi efna­hags- og skatta­nefnd­ar í morg­un.

Í um­sögn Fé­lags at­vinnu­rek­enda eru meðal ann­ars gerðar at­huga­semd­ir við kafl­ann um hlut­verk ÁTVR, en þar er vísað í umræðu frá Evr­ópu um skaðsemi áfeng­is og áhyggj­ur sér­fræðinga þar. „Umræðan er þó nokkuð sund­ur­laus, þótt vissu­lega séu mik­il­væg atriði nefnd. Það verður hins veg­ar að benda á, að þegar fjallað er um hlut­verk ÁTVR - á Íslandi - er æski­legt að staðan á Íslandi sé skoðuð sér­stak­lega.“

Er í því ljósi vísað til að ekki sé í frum­varp­inu, eða at­huga­semd­um með því, bent á stöðu mála á Íslandi, s.s. varðandi breyt­ingu á neyslu­mynstri og minnk­andi op­in­bera sölu á áfengi, sem þó ætti að vera lyk­il­atriði. „Það er óhjá­kvæmi­legt annað en að benda á kann­an­ir sem FA hef­ur latið gera á und­an­förn­um miss­er­um um neyslu á heima­bruggi og smygluðu áfengi. Niður­stöðurn­ar eru slá­andi - sér­stak­lega hvað varðar ungt fólk, en mik­ill meiri­hluti fólks á aldr­in­um 16-24 ára virðist leita út fyr­ir op­in­ber­an markað til að nálg­ast áfengi.“

Auðsjá­an­lega mik­il landa­drykkja

Fé­lagið kannaði síðast um­fang neyslu á sterku heima­brugguðu áfengi, svo­nefnd­um landa, seint á síðasta ári. Niður­stöðurn­ar voru meðal ann­ars, að 43% 16-19 ára ung­menna sögðust hafa drukkið landa á síðasta ári og 60% þeirra höfðu orðið vör við neyslu landa á sama tíma­bili.

Svipaða sögu var að segja af hópi 20-24 ára. Í þeim hópi sögðust 35% hafa drukkið landa á síðasta ári og 64% séð til slíkr­ar drykkju. Eft­ir því sem ald­ur­inn hækkaði minnkaði landa­drykkj­an en þó voru í hópi 24-29 ára um 28% sem viður­kenndu að hafa drukkið landa og um helm­ing­ur séð til ein­hvers drekka landa.

Úrtakið var 2.359 ein­stak­ling­ar og svar­hlut­fall um 66%.

Áfengi á svört­um markaði til veit­ingastaða  

Ýmis­legt fleira at­hygl­is­vert kom fram í um­sögn­um um frum­varp fjár­málaráðherra. Sam­tök ferðaþjón­ust­unn­ar benda þannig á, að sam­keppn­in við svarta áfeng­is­sölu sé gríðarleg á veit­inga­húsamarkaði. „[Þ]að ganga sög­ur um um­fangs­mikla sölu á „vod­ka“ í 20 lítra kút­um sem m.a. veit­inga­stöðunum er boðið til kaups. Verðið á lítr­an­um er aðeins þriðjung­ur af því sem veit­inga­hús­un­um stend­ur til boða eft­ir lög­leg­um leiðum.“

Sam­tök­in telja að með því að bjóða veit­inga­stöðum betri kjör, t.d. 50% af­slátt af áfeng­is­gjald­inu á móti auknu eft­ir­liti, myndi það stór­auka tekj­ur rík­is­sjóðs um leið og stoðir heiðarlegra veit­ingastaða yrðu styrkt­ar.

Bruggfata.
Brugg­fata.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert