Lítið þokast í kjaradeilu

Flugvirkjar vísuðu kjaradeilu sinni til sáttameðferðar 10. mars.
Flugvirkjar vísuðu kjaradeilu sinni til sáttameðferðar 10. mars. mbl.is/Þorkell

„Það er ekkert að gerast. Menn hafa verið að reyna að ná saman,“ segir Óskar Einarsson, formaður Flugtvirkjafélags Íslands, um kjaradeilu félagsins og SA og Icelandair en henni var vísað til sáttasemjara 10. mars sl.

Lítið þokaðist í samkomulagsátt á sáttafundi í dag og er næsti fundur boðaður á þriðjudaginn.

Óskar segir deilan sé ekki komin á það stig að menn séu farnir að ræða undirbúning aðgerða til að þrýsta á lausn hennar. „En ef ekkert gerist í málinu, þá verður alltaf meiri þrýstingur frá félagsmönnum. En það er ekkert farið að ræða það og við skulum vona að það komi ekki til þess,“ segir hann. Málin gætu skýrst eftir næsta sáttafund á þriðjudaginn að sögn hans.  

Samningar flugvirkja losnuðu 31. janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert