MR bestur að mati Frjálsrar verslunar

Menntaskólinn í Reykjavík.
Menntaskólinn í Reykjavík.

Menntaskólinn í Reykjavík er besti framhaldsskóli landsins, að mati tímaritsins Frjálrar verslunar, sem hefur borið framhaldsskólana saman í 17 ólíkum flokkum.

Að sögn blaðsins eru yfirburðir MR nokkuð afgerandi og hátt skor skólans skýrist aðallega af afburðaárangri nenemda í árlegum fagkeppnum framhaldsskólanema í raunvísindum og tungumálum. 

Í öðru sæti er Menntaskólinn við Hamrahlíð og Verzlunarskólinn er í 3. sæti. Í næstu sætum eru Tækniskólinn, Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Menntaskólinn við Sund, Fjölbrautaskóli Vesturlands og Borgarholtsskóli. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert