„Var skelfileg lífsreynsla“

Úr dreifingarstöð Íslandspósts.
Úr dreifingarstöð Íslandspósts.

„Þetta var skelfileg lífsreynsla,“ segir Lína Sigríður Hreiðarsdóttir sem fótbrotnaði í gær eftir að dalmatíuhundur réðst á hana þar sem hún bar út póst fyrir Íslandspóst í Mosfellsbæ.

„Ég var skelfingu lostin,“ segir hún um árásina. „Ég sá þegar bandið slitnaði og þegar hann kom, ég gat ekkert flúið og gat ekkert gert. Ég nánast sturlaðist úr hræðslu og svo heyrði ég þegar ég fótbrotnaði.“

Morgunblaðið náði tali af Línu í dag rétt áður en hún átti að fara í uppskurð, en þá hafði hún verið á spítalanum í rúman sólarhring.

„Það verður settur nagli í fótinn og ég verð í átta vikur í gifsi,“ sagði hún, en segist svo ekki vita hvað taki við.

Nánar er rætt við Línu Sigríði í Morgunblaðinu á morgun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert