60 kíló af fíkniefnum

Khat.
Khat.

Fjór­ir er­lend­ir karl­menn  hafa verið úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald til 31. maí að kröfu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu en þeir voru hand­tekn­ir á gisti­heim­ili í Reykja­vík í fyrra­dag, grunaðir um aðild að inn­flutn­ingi á tæp­lega 60 kg af fíkni­efn­inu khat, sem lög­regl­an hef­ur lagt hald á.

Tveir mann­anna eru um fer­tugt, einn um fimm­tugt og sá fjórði er hálf­sex­tug­ur. Fíkni­efn­in fund­ust við tollskoðun þegar senda átti þau úr landi til Kan­ada og Banda­ríkj­anna.

Lög­regl­an seg­ir, að talið sé að efn­un­um hafi verið pakkað inn hér en ekki hafi verið ætl­un­in að koma þeim á markað á Íslandi, sem þó virðist hafa verið ein­hvers­kon­ar viðkomu­staður á leið með fíkni­efn­in frá Evr­ópu og vest­ur um haf.

Eft­ir  tollskoðun­ina hófst frek­ari eft­ir­grennsl­an sem leiddi til þess að ís­lensk tol­lyf­ir­völd sendu beiðni til Frakk­lands og óskuðu eft­ir því að ákveðin send­ing frá Íslandi yrði kyrr­sett þar ytra. Við því var orðið en send­ing­in inni­hélt sama efni og var  um ámóta magn að ræða og hér var lagt hald á. Talið er að mál­in teng­ist.

Þetta er í annað sinn sem lög­regl­an hér á landi legg­ur hald khat en  sum­ar fund­ust nokkr­ir tug­ir kílóa af efn­inu í öðru lög­reglu­um­dæmi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert