Fá að kaupa meira öl í Fríhöfninni

Ferðamenn geta væntanlega í sumar keypt meira af áfengi í …
Ferðamenn geta væntanlega í sumar keypt meira af áfengi í Fríhöfninni. mbl.isGolli

Í frumvarpi fjármálaráðherra um ráðstafanir í ríkisfjármálum er lagt til að heimild ferðamanna til kaupa á áfengi á lægri gjöldum hér á landi í fríhöfnum verði aukin frá því sem verið hefur.

Í ákvæði í frumvarpinu er lagt til að hækka heimild ferðamanna til kaupa á gjaldfrjálsu áfengi í tollfrjálsum verslunum hér á landi. Breytingin gerir ráð fyrir að ferðamenn megi taka til viðbótar núverandi heimild sex til níu lítrum af öli. Þá er lagt til að nýr valmöguleiki komi til þar sem heimilt verði að versla einungis öl, samtals tólf lítra. Ennfremur er gerð tillaga um að flugáhafna fái samskonar heimildir.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að áætlanir gera ráð fyrir að tekjur Fríhafnarinnar muni aukast talsvert vegna þessara auknu heimilda. Á móti má gera ráð fyrir að sala ÁTVR muni dragast eitthvað saman í kjölfarið. Þannig er gert ráð fyrir að skatttekjur ríkissjóðs í formi vörugjalda af áfengi lækki og að heildaráhrifin á afkomu ríkissjóðs verði neikvæð um 100–150 milljónir á ársgrundvelli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert