„Hvað er eiginlega að gerast á ríkisfjölmiðlinum – þessum sem á að vera flaggskip íslenskrar fréttamennsku og fjölmiðlunar almennt?“ Svona spyr Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, á vefsvæði sínu og gagnrýnir um leið fréttaflutning RÚV af kvótafrumvarpinu svonefnda.
Ólína greinir frá því að þrjár fréttir hafi verið fluttar af frumvarpinu á RÚV í gærkvöldi og allar hafi þær verið á eina lund. „Rætt var eingöngu við andstæðinga kvótafrumvarpsins án nokkurs mótvægis úr hinni áttinni.“
Í pistli sínum spyr hún hvað hafi orðið um hlutleysið og óhlutdrægnina „sem krafa er gerð um í framsækinni fréttamennsku víðast hvar og kveðið er á um í lögum.“
Hún vísar í kjölfarið til ákvæða laga um RÚV en þar segir: „Útvarpsstöðvar skulu í öllu starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur. Þeim ber að virða tjáningarfrelsi og stuðla að því að fram komi í dagskrá rök fyrir mismunandi skoðunum í umdeildum málum …“
Pistill Ólínu