Mynda þá sem koma á Álftanes

Bæjarstjórn Álftanesbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu tæknistjóra sveitarfélagsins um uppsetningu myndavélakerfis við innkomuna inn í sveitarfélagið. Þegar kerfið er komið upp verður því hver sá sem kemur á Álftanes myndaður.

Tillagan var samþykkt samhljóða og bæjarstjóra falið að vinna áfram að verkefninu og móta endanlega tillögu að því sem nefnt er öryggiskerfi.

Ekkert kemur fram um kostnað við öryggiskerfi Álftanesbæjar en sveitarfélagið er í fjárhagslegri endurskipulagningu og yfir því fjárhaldsstjórn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert