Óttast hagræn áhrif kvótafrumvarps

Kristján Möller.
Kristján Möller. mbl.is/Kristinn

Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, hefur ótal fyrirvara við frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um stjórn fiskveiða.

„Ég er hræddur við ýmislegt er varðar hagræn áhrif þess,“ segir hann.

Magnús Orri Schram, flokksbróðir Kristjáns, segir að sér lítist ekki á meðferð veiðigjaldsins og hallast þar að auki að lengri nýtingarsamningum en talað er um.

„Mér finnst að sömu grunnprinsipp eigi að gilda í þessum geira og öðrum, það þarf að vera mögulegt að afskrifa fjárfestinguna á samningstímanum. Og að nýtingarsamningarnir geti verið mislangir,“ segir Magnús Orri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert