Snjókomu og hálku spáð á fjallvegum

mbl.is/Ómar

Snjókomu er spáð í nótt og hálku á fjallvegum víða austan- og norðaustanlands í kvöld og nótt, allt niður undir 200-300 metra
hæð.

Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að þetta eigi á við frá Breiðdalsheiði í suðri norður á Öxnadalsheiði. Einnig verði snjómugga á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum, og líkur séu á krapa víða á láglendi á þeim slóðum.

Spáir norðaustanátt, strekkingsvindi einkum á Vestfjörðum, s.s. á
Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum og Klettshálsi með tilheyrandi kófi og lélegu skyggni.

Vegir eru greiðfærir um mest allt land þó eru hálkublettir á Oddskarði og snjóþekja og snjókoma  Vopnafjarðheiði.

Þæfingsfærði er á Mjóafjarðaheiði og þungfært á Hellisheiði eystri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert