Áhersla á fleira en bílinn

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.

Í drögum að nýrri samgönguáætlun til næstu 12 ára sem kynnt var á samgönguþingi í dag kom fram aukin áhersla á  greiðari  samgöngur  með  öðrum  ferðamáta  en  einkabíl,  þ.e.  að efla almenningssamgöngur og áhersla á að þeir sem eru hjólandi og gangandi verði auðveldað að  komast leiðar sinnar.

Ögmundur     Jónasson innanríkisráðherra  kynnti  helstu tillögur að stefnu nýrrar áætlunar ásamt samgönguráði og sérfræðingum þess.

Á  samgönguþingi  voru  kynnt  drög  að stefnumótun 12 ára samgönguáætlunar áranna  2011  til  2022  en undirbúningur hennar á vegum samgönguráðs hefur staðið   allt   frá   árinu   2008.   Í   samgönguráði  sitja  forstöðumenn samgöngustofnana  auk  formanns  sem  ráðherra skipar. Gert er ráð fyrir að samgönguáætlunin verði lögð fyrir Alþingi á komandi haustþingi.

Samkvæmt  lögum  um  samgönguáætlun  er  gert  ráð  fyrir  ákveðnu  samráði fjölmargra  aðila  við  gerð  samgönguáætlunar.  Slíkt  samráð  hefur verið umfangsmeira en áður. Þannig  voru haldnir fundir í öllum landsfjórðungum um langtímastefnumótun. Fundina sóttu fulltrúar sveitarfélaga, atvinnuþróunarfélaga og atvinnulífs. Þá  var  boðið  upp á  umræðufundi með háskólasamfélaginu og stofnað var til samstarfsvettvangs  um samgöngumál þar sem leiddir voru saman sérfræðingar, stjórnvöld og aðrir hagsmunaaðilar með það að markmiði að miðla þekkingu og stuðla að rannsóknarstarfi. Lokahnykkurinn í samráði er samgönguþing.


Stefna og markmið samgönguáætlunar eru sett fram í fimm köflum:
     Markmið um greiðar samgöngur
     Markmið um umhverfislega sjálfbærar samgöngur
     Markmið um hagkvæmar samgöngur
     Markmið um öryggi í samgöngum
     Markmið um jákvæða byggðaþróun

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert