Boðið „að auglýsa á óhefðbundinn hátt“ í Fréttablaðinu

„Ef ég horfi á þetta frá mínum sjónarhóli þá er ég auðvitað auglýsandi og reyni að nýta auglýsingapeninginn sem mest en málið er að mér fannst þetta alveg yfirgengilegt. Þarna var bara spurt að því um hvað ég vildi tala, hvort það ætti að taka myndir og þeir sögðu mér bara berum orðum að finna eitthvað í tengslum við búðina mína sem ég vildi að fjallað yrði um,“ segir Gylfi Gylfason sem rekur verslunina Símabæ.

Í mars sl. fékk Gylfi tölvubréf frá auglýsingadeild Fréttablaðsins þar sem honum var boðið að kaupa viðtal í fylgiriti með blaðinu sem fjalla ætti sérstaklega um farsíma- og netþjónustu. Kom fram að auglýsendum væri boðið „að auglýsa á óhefðbundinn hátt“ eins og það var orðað og að auglýsingin „væri í raun viðtal“ sem blaðamaður tæki við fulltrúa fyrirtækisins. „Blaðamaður hefur samband, tekur viðtal og í kjölfarið kíkir ljósmyndari og tekur myndir,“ sagði ennfremur í tölvubréfinu.

Vinnubrögð á gráu svæði

Gylfi segist mjög hugsi, meðal annars yfir jafnræði seljenda í þessu sambandi. „Ég hef alltaf ætlað að fólk og fyrirtæki fái umfjöllun í fjölmiðlum vegna þess að menn hafi unnið fyrir því. Vegna þess að það sé eitthvað sem vert sé að fjalla um. Ég tel að með þessu sé einfaldlega verið að brengla markaðinn, með svona vinnubrögðum, og tel þessa þróun mjög varhugaverða,“ segir Gylfi.

Fyrir síðustu páska var haft samband við Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprest við Akureyrarkirkju, þar sem honum var boðið að auglýsa í sérstöku kirkjublaði sem fyrirhugað væri að fylgdi Fréttablaðinu um hátíðirnar. Var líkt og í tilfelli Gylfa um að ræða tilboð um auglýsingu sem sett yrði fram sem viðtal og fyrir það greitt.

„Það var hringt í mig og mér boðið að vera með umfjöllun í þessu blaði um safnaðarstarfið hér, eitthvert svona viðtal við mig um það. Ég átti nokkurn veginn að fá að ráða því hvernig það yrði,“ segir Svavar. Hann segir að hann hafi vitað að þetta stæði til þar sem málið hafi verið kynnt prestum og að tekið hafi verið fram að Biskupsstofa ætlaði að taka þátt í þessu. Hins vegar hafi undirtektir presta orðið litlar og sjálfur hafi hann afþakkað þetta boð og fyrir vikið hafi ekkert verið fjallað um sóknarstarf Akureyrarkirkju.

„Mér hugnaðist einfaldlega ekki að fara að borga fyrir viðtöl við sjálfan mig í blöð,“ segir Svavar og bætir við að mikið og gott starf færi fram í kirkjum landsins og að honum þætti sjálfum eðlilegra að það sem réði því hvort fjallað væri um það væri starfið sem slíkt en ekki hvort viðkomandi sókn hefði efni á að borga fyrir umfjöllun um það eða ekki.

„Það er ábyggilega mikið af góðu kirkjustarfi sem er unnið í landinu þar sem fólk hefur bara ekki efni á því að greiða stórfé fyrir umfjöllun um það,“ segir Svavar. Þessi þróun sé mjög umhugsunarverð.

Bauðst að festa kaup á viðtali

Í póstinum segir að í boði séu tvær stærðir „á viðtali/auglýsingu“. Heilsíða kosti 170.000 krónur og sé sett upp að hluta sem hefðbundin auglýsing og að hluta sem viðtal. Í boði sé að setja auglýsinguna upp viðkomandi að kostnaðarlausu. Hálfsíðuviðtal og auglýsing kosti 99.500 krónur.

Þá sé einnig hægt að kaupa forsíðuna en það kosti 200.000 krónur. Hún sé þá sett upp með sambærilegum hætti.

Þekkt fyrirkomulag auglýsinga

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert