Össur sló á létta strengi

Össur Skarphéðinsson og Hillary Clinton í bandaríska utanríkisráðuneytinu í gær.
Össur Skarphéðinsson og Hillary Clinton í bandaríska utanríkisráðuneytinu í gær. mbl.is/Björn Jóhann

Hillary Cl­int­on, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, skemmti sér hið besta þegar hún ræddi stutt­lega við blaðamenn með starfs­bróður sín­um, Öss­uri Skarp­héðins­syni, í Washingt­on í gær, en þar sló Össur á létta strengi.

Cl­int­on kom m.a. inn á það að hún og Össur hefðu hist í Græn­landi í síðustu viku, þar sem þau ræddu mál­efni norður­slóða.

Í fram­hald­inu fékk Össur orðið.

„Ég vil þakka kær­lega fyr­ir þess­ar hlýju mót­tök­ur. Það er mér sönn ánægja að vera hér. Þessa dag­ana hitti ég þig í hverri viku. Þú fékkst frá­bæra skoðun­ar­ferð í Græn­landi þar sem við fór­um sam­an á bát og þú hitt­ir þrjá blaðamanna­hópa, og síðar sagðir þú að þú hefðir séð und­ur Græn­lands, þar á meðal blaðamenn­ina,“ sagði Össur.

„Al­veg rétt,“ sagði Cl­int­on og hló. Hún þakkaði því næst fyr­ir sig og gengu þau Össur sam­an í átt­ina að fund­ar­her­bergi. Á leiðinni þangað hló Cl­int­on aft­ur inni­lega, en ekki fylg­ir sög­unni hvað Össur sagði þá.

Blaðamanna­fund­ur­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka