Össur sló á létta strengi

Össur Skarphéðinsson og Hillary Clinton í bandaríska utanríkisráðuneytinu í gær.
Össur Skarphéðinsson og Hillary Clinton í bandaríska utanríkisráðuneytinu í gær. mbl.is/Björn Jóhann

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skemmti sér hið besta þegar hún ræddi stuttlega við blaðamenn með starfsbróður sínum, Össuri Skarphéðinssyni, í Washington í gær, en þar sló Össur á létta strengi.

Clinton kom m.a. inn á það að hún og Össur hefðu hist í Grænlandi í síðustu viku, þar sem þau ræddu málefni norðurslóða.

Í framhaldinu fékk Össur orðið.

„Ég vil þakka kærlega fyrir þessar hlýju móttökur. Það er mér sönn ánægja að vera hér. Þessa dagana hitti ég þig í hverri viku. Þú fékkst frábæra skoðunarferð í Grænlandi þar sem við fórum saman á bát og þú hittir þrjá blaðamannahópa, og síðar sagðir þú að þú hefðir séð undur Grænlands, þar á meðal blaðamennina,“ sagði Össur.

„Alveg rétt,“ sagði Clinton og hló. Hún þakkaði því næst fyrir sig og gengu þau Össur saman í áttina að fundarherbergi. Á leiðinni þangað hló Clinton aftur innilega, en ekki fylgir sögunni hvað Össur sagði þá.

Blaðamannafundurinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert