Starfsmenn dekkjaverkstæða veita því orðið eftirtekt að ökumenn eru farnir að treina það eins og þeir geta að láta setja ný dekk undir bílinn. Vilja þeir með því reyna að fresta óhjákvæmilegum útgjöldum eins og kostur er.
Einar Magnús Magnússon, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu, hvetur ökumenn til að íhuga þessa sparnaðarráðstöfun, enda séu góð dekk og gott veggrip eitt mikilvægasta öryggisatriði bílsins. Dæmi séu um slys vegna lélegra dekkja.