Búið er að skipa starfshóp til að undirbúa tilraunaverkefni í strandsiglingum.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag að hann hefði í morgun skrifað undir frá erindisbréfs til starfshópsins, sem verður undir forustu Guðmundar Kristjánssonar, hafnarstjóra á Ísafirði.
Ömundur var að svara fyrirspurn frá Ásmundi Einari Daðasyni, óháðum þingmanni, sem vildi vita um efndir loforða ríkisstjórnarinnar varðandi aðgerðir til að taka á flutningskostnaði fyrirtækja á landsbyggðinni.
Vísaði hann m.a. til frétta um að forsvarsmenn rækjuverksmiðjunnar Kampa á Ísafirði væru að íhuga að flytja starfsemina frá Ísafirði vegna þess hve flutningskostnaðurinn er hár.