Viðbót gefur 3 milljarða

Gera má ráð fyrir að 10.000 tonna aukning í karfakvóta á þessu fiskveiðiári skili um þrem milljörðum kr. í auknum útflutningsverðmætum.

Þetta er mat Sveins Hjartar Hjartarsonar, hagfræðings hjá LÍÚ, en Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra mun í dag gefa út reglugerð um aukningu heimilda til veiði gullkarfa og djúpkarfa á yfirstandandi fiskveiðiári. Verður aflamark djúpkarfa aukið úr 10.000 tonnum í 12.500 tonn og gullkarfa úr 30.000 í 37.500 tonn, eða samanlagt úr 40.000 tonnum í 50.000 tonn.

Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrarannsóknastofnun, svarar því aðspurður til að þessi aukning sé talin hafa óveruleg áhrif á stofninn.

Vísar í lítið veiðiálag

„Við lögðum ekki til veiðiaukningu í ráðgjöf okkar. Við vorum hins vegar spurðir hvaða áhrif þetta hefði á stofninn, að auka aflann um 10.000 tonn. Í jafnlanglífri tegund og karfanum þar sem veiðiálag er lítið hefur lítilsháttar aukning eitt ár ekki stórkostleg áhrif á stofninn.

Hins vegar getur þetta verið hættulegt ef það er stundað, enda byggist ráðgjöfin á langtímanýtingu en ekki skammtímagróða. Það sem af er tekið í ár er þá ekki til úthlutunar að ári,“ segir Þorsteinn.

Í rökstuðningi sjávarútvegsráðuneytisins segir að aukningin nú komi til „vegna aukinnar útbreiðslu bæði gullkarfa og djúpkarfa í meðafla en skipstjórar hafa bent á að karfi sem meðafli sé mun meiri en mörg undanfarin ár“. „Þannig verður karfans nú vart sem meðafla á svæðum þar sem hans hefur ekki orðið vart áður,“ segir í rökstuðningnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert