Flúor yfir mörkum í sauðfé í Hvalfirði

Grundartangi.
Grundartangi. www.mats.is

Flúormælingar í kjálkum sauðfjár í Hvalfirði fyrir árið 2010 sýndu, að öll sýni frá 12 bæjum, sem fé var rannsakað frá, reyndust vera talsvert yfir viðmiðunarmörkum. 

Þetta kemur fram á vef Kjósarhrepps, sem segir að uppsprettu flúors megi fyrst og fremst rekja til álversins á Grundartanga þó aðrir þættir geti haft þar áhrif.

Segir hreppurinn, að marktæk hækkun hafi orðið frá því álverið tók til starfa en samkvæmt umhverfisvöktunarskýrslu fyrir árið 2010 hafi ekki orðið marktækar breytingar frá 2007.

Flúor safnast upp í beinum grasbíta og hefur því tilhneigingu til að aukast með hækkun aldurs. Á sjö bæjum hafi meðalstyrkur flúors í beinösku kinda mælst  yfir mörkum þar sem talin sé hætta á tannskemmdum og að meðaltali reyndust öll sýnin frá bæjunum 12 sem rannsakað er frá vera talsvert yfir þessum mörkum. Sýni úr sláturlömbum hafi hinsvegar verið vel undir mörkum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert