Geimfarar í Þingeyjarsýslum

Á myndinni er Örlygur Hnefill með varasendiherra Bandaríkjann sem var …
Á myndinni er Örlygur Hnefill með varasendiherra Bandaríkjann sem var viðstaddur sýninguna og hélt ræðu. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Í dag opnaði í Safnahúsinu á Húsavík sýning sem ber heitið Geimfarar í Þingeyjarsýslu. Frumkvæðið að sýningunni á Örlygur Hnefill Örlygsson.

Árið 1965 kom hópur starfsmanna Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA hingað til lands. Í hópnum voru geimfaraefni stofnunarinnar, þeirra á  meðal Buzz Aldrin sem steig annar manna fæti á tunglið. Þeir fóru til æfinga og skoðuðu náttúru í Þingeyjarsýslum, sérstaklega við Mývatn og í Öskju. Tveim árum síðar árið 1967 kom annar hópur frá NASA og meðal geimfaraefna í þeim hópi var Neil Armstrong. Af þeim 12 mönnum sem hafa  stigið fæti á tunglið komu 9 í Þingeyjarsýslur til að æfa sig og læra jarðfræði undir handleiðslu íslenskra jarðvísindamanna.

Náttúrufræðistofnun Íslands lánaði tunglstein sem íslenska ríkið fékk að gjöf frá Bandaríkjunum í kjölfar tunglferðanna til sýningarinnar. Ásamt steininum er íslenskur fáni sem flogið var með til tunglsins og aftur til baka á sýningunni. Einnig eru á sýningunni myndir frá frumárum geimferðanna, að því er fram kemur á heimasíðu Safnahússins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka